Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 10:00 Teitur Örn Einarsson er búinn að spila mikið á HM. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00
Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00