Stuðningsmenn Saints í mál við NFL-deildina 23. janúar 2019 23:00 Þessi stuðningsmaður Saints fær engan meistarahring í ár. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins New Orleans Saints ætla ekki að sætta sig við ósanngjarnt tap sinna manna um síðustu helgi í undanúrslitum deildarinnar. Þá klikkuðu dómarar leiksins á því að dæma augljóst víti sem hefði getað hjálpað Saints að klára leikinn. Ekkert var dæmt og Rams vann leikinn í framlengingu. Stór skuggi hvílir á sigri Rams enda skelfileg frammistaða hjá dómurunum. Stuðningsmenn Saints eru farnir í mál við deildina og vilja að síðustu 109 sekúndur leiksins verði spilaðar aftur. Aðrir stuðningsmenn hafa keypt auglýsingar á skiltum í Atlanta, þar sem Super Bowl fer fram, til þess að minna á „svindlið“ og ríkisstjóri Louisiana skrifaði einnig bréf þar sem Roger Goodell, yfirmanni NFL-deildarinnar, eru ekki vandaðar kveðjurnar. Það er allt brjálað. Hinn grjótharði Matt Bowers á bílasölur í Atlanta og hefur keypt auglýsingar víða í borginni. „Ég er ekki hættur. Ég mun halda áfram að vekja sem mesta athygli á þessu og hætti ekki fyrr en NFL-deildin fær nóg,“ sagði Bowers brjálaður. Alvin Kamara, stjarna Saints, er ánægður með framtakið.MY BOYYYYY @Matthew_Bowers_ https://t.co/8h8tiTPgzs — Alvin Kamara (@A_kamara6) January 22, 2019 Barir og veitingastaðir í New Orleans ætla ekki að sýna Super Bowl í mótmælaskyni og svo hafa bakarí verið með kökur af andliti dómara leiksins, Bill Vinovich, en með bannmerki yfir andlitinu. Svo er að sjálfsögðu undirskriftasöfnun á netinu þar sem þegar hafa 600 þúsund manns skrifað undir.THIS JUST IN: On the Pontchartrain Causeway... pic.twitter.com/32LNrYw28b — WWL-TV (@WWLTV) January 20, 2019 Eina von stuðningsmanna Saints á breyttum úrslitum er að Goodell virkji reglu sem leyfir honum að grípa til aðgerða þegar miklum órétti hefur verið beitt í leik. Engar líkur eru taldar vera á því að hann geri það. NFL-deildin hefur líka verið gagnrýnd fyrir þrúgandi þögn í málinu í stað þess að taka á því og gefa eitthvað út varðandi málið. Þögn deildarinnar hefur verið vandræðaleg - rétt eins og dómgæsla leiksins. NFL Tengdar fréttir Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. 22. janúar 2019 15:30 Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins New Orleans Saints ætla ekki að sætta sig við ósanngjarnt tap sinna manna um síðustu helgi í undanúrslitum deildarinnar. Þá klikkuðu dómarar leiksins á því að dæma augljóst víti sem hefði getað hjálpað Saints að klára leikinn. Ekkert var dæmt og Rams vann leikinn í framlengingu. Stór skuggi hvílir á sigri Rams enda skelfileg frammistaða hjá dómurunum. Stuðningsmenn Saints eru farnir í mál við deildina og vilja að síðustu 109 sekúndur leiksins verði spilaðar aftur. Aðrir stuðningsmenn hafa keypt auglýsingar á skiltum í Atlanta, þar sem Super Bowl fer fram, til þess að minna á „svindlið“ og ríkisstjóri Louisiana skrifaði einnig bréf þar sem Roger Goodell, yfirmanni NFL-deildarinnar, eru ekki vandaðar kveðjurnar. Það er allt brjálað. Hinn grjótharði Matt Bowers á bílasölur í Atlanta og hefur keypt auglýsingar víða í borginni. „Ég er ekki hættur. Ég mun halda áfram að vekja sem mesta athygli á þessu og hætti ekki fyrr en NFL-deildin fær nóg,“ sagði Bowers brjálaður. Alvin Kamara, stjarna Saints, er ánægður með framtakið.MY BOYYYYY @Matthew_Bowers_ https://t.co/8h8tiTPgzs — Alvin Kamara (@A_kamara6) January 22, 2019 Barir og veitingastaðir í New Orleans ætla ekki að sýna Super Bowl í mótmælaskyni og svo hafa bakarí verið með kökur af andliti dómara leiksins, Bill Vinovich, en með bannmerki yfir andlitinu. Svo er að sjálfsögðu undirskriftasöfnun á netinu þar sem þegar hafa 600 þúsund manns skrifað undir.THIS JUST IN: On the Pontchartrain Causeway... pic.twitter.com/32LNrYw28b — WWL-TV (@WWLTV) January 20, 2019 Eina von stuðningsmanna Saints á breyttum úrslitum er að Goodell virkji reglu sem leyfir honum að grípa til aðgerða þegar miklum órétti hefur verið beitt í leik. Engar líkur eru taldar vera á því að hann geri það. NFL-deildin hefur líka verið gagnrýnd fyrir þrúgandi þögn í málinu í stað þess að taka á því og gefa eitthvað út varðandi málið. Þögn deildarinnar hefur verið vandræðaleg - rétt eins og dómgæsla leiksins.
NFL Tengdar fréttir Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. 22. janúar 2019 15:30 Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. 22. janúar 2019 15:30
Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30