Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 22:49 Schumer (t.v.) og McConnell (t.h.), leiðtogar demókrata og repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa náð samkomulagi um að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem myndu fjármagna rekstur alríkisstofnana sem hafa verið lokaðar í mánuð vegna kröfu Donalds Trump forseta um landamæramúr. Hvorugt þeirra er þó talið eiga sér viðreisnar von í þinginu. Fjármögnun um fjórðungs alríkisstofnana rann út rétt fyrir jól. Bandaríkjaþing samþykkti ekki áframhaldandi framlög til þeirra þar sem Trump forseti hótaði að synja þeim samþykkis. Ástæðan var sú að í frumvarpi sem öldungadeildin samþykkti var ekki að finna 5,7 milljarða dollara fjárveitingu sem Trump vildi fyrir múr á landamærunum að Mexíkó. Þrátefli hefur ríkt síðan. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa lagt fram frumvörp til að fjármagna stofnanirnar en repúblikanar, sem ráða öldungadeildinni, hafa neitað að taka þau til atkvæðagreiðslu í efri deildinni. Demókratar hafa hafnað því alfarið að samþykkja fjármagn til landamæramúrs sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, kallar „ósiðlegan“. Nú hafa Mitch McConnell og Chuck Schumer, leiðtogar flokkanna í öldungadeildinni, samþykkt málamiðlun þar sem tvö frumvörp verða lögð fyrir deildina á fimmtudag. Annars vegar er frumvarp með fjárveitingunni sem Trump krefst og hins vegar frumvarp sem myndi fjármagna rekstur stofnananna til 8. febrúar.Tengdu óvinsælar aðgerðir við „málamiðlunartillöguna“ Fréttaskýrendum ber þó saman um að sú málamiðlun sé að líkindum andvanda fædd þar sem hvorugt frumvarpið sé líklegt til að hljóta náð fyrir augum þingheims. Frumvarp repúblikana er það sem Trump forseti kynnti í ávarpi um helgina og var af sumum lýst sem tilraun til málamiðlunar af hálfu forsetans. Það fól í sér að fólk sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fengi tímabundna vernd fyrir brottvísun. Trump afnam áætlun Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um vernd fyrir þann hóp innflytjenda fyrir tveimur árum. Síðan hefur þó komið í ljós að Hvíta húsið bætti við öðrum málum sem eru óvinsæl á meðal demókrata við frumvarpið. Fyrir utan fjárveitinguna til landamæramúrsins fólst í því breytingar á lögum um hælisleitendur sem myndu gera fólki mun erfiðara að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times. Þar á meðal var lagabreyting um að börn innan átján ára frá Mið-Ameríku mættu ekki sækja um hæli á landamærunum að Mexíkó. Þó að repúblikanar hafi meirihluta í öldungadeildinni þurfa þeir að reiða sig á stuðning nokkurra þingmanna demókrata til að samþykkja frumvarpið sem forsetanum þóknast. Engar líkur eru á að fulltrúadeildin, þar sem demókratar hafa meirihluta, samþykkti frumvarpið jafnvel þó að það kæmist í gegnum öldungadeildina. Að sama skapi er lítil von til þess að frumvarpið um tímabundna fjármögnun ríkisstofnana án framlags til múrsins verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem repúblikanar halda enn tryggð við Trump forseta í deilunni. Atkvæðagreiðslur um frumvörpin tvö eiga að fara fram á fimmtudag. Fátt bendir því til að lausn á deilunni sé í sjónmáli. Átta hundruð þúsund alríkisstarfsmenn sitja því enn annað hvort heima hjá sér eða neyðast til þess að vinna launalaust þar til annað hvort Trump eða demókratar láta undan um landamæramúrinn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50 Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Demókratar þykja ekki líklegir til þess að samþykkja nýjasta útspil Trump í baráttunni um landamæramúrinn. 19. janúar 2019 21:50
Trump hefnir sín á Pelosi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. 17. janúar 2019 20:38
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23