Menningarhús á Seltjarnarnesi Kristinn E. Hrafnsson og Kristján S. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:30 Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun