Guðbjörg í Ísfélaginu byggir upp stöðu í TM Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:45 Markaðsvirði TM er í dag tæplega 18 milljarðar króna. Mynd/TM Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM). Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hefur að undanförnu aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til, er hlutur Guðbjargar í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka og nemur hann nú um nokkrum prósentum sem þýðir að hún er komin í hóp stærstu hluthafa félagsins. Guðbjörg kom fyrst inn í hluthafahóp tryggingafélagsins á árinu 2016 þegar félagið Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar og fjölskyldu, hóf að fjárfesta í TM en í árslok 2017 nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum. Á síðustu vikum og mánuðum hefur félagið, samkvæmt þremur heimildarmönnum Markaðarins, hins vegar verið að byggja hratt upp stöðu sína í TM með kaupum á bréfum sem eru fjármögnuð hjá Íslandsbanka. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nákvæmlega hversu stóran hlut félag Guðbjargar á orðið í TM, einkum á grundvelli framvirkra samninga, en ljóst er að eignarhluturinn er ekki stærri en samtals fimm prósent enda væri félaginu þá að öðrum kosti skylt að tilkynna um það til Kauphallarinnar.Guðbjörg MatthíasdóttirVISIR/ANTONEignarhlutur Íslandsbanka í TM, sem skiptist á veltubók og hluti vegna framvirkra samninga við viðskiptavini bankans, nemur í dag rúmlega 7,8 prósentum. Þannig hefur hlutur bankans aukist um liðlega þrjú prósent frá því í júlí á síðasta ári þegar Íslandsbanki var skráður fyrir um fimm prósenta hlut í tryggingafélaginu. Hlutabréfaverð TM hefur lækkað um fjórðung á síðustu tólf mánuðum og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 26 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 17,6 milljörðum króna. Fimm prósenta hlutur í félaginu, svo dæmi sé tekið, er því í dag metinn á um 880 milljónir króna. Stærstu hluthafar TM eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, LSR, Gildi og Birta lífeyrissjóður. Aðrir umsvifamiklir fjárfestar í eigendahópi félagsins eru erlendir sjóðir í stýringu Lansdowne og Miton og þá er eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni Stoða, með rúmlega 6,6 prósenta hlut. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Eignarhaldsfélagið Fram, sem er móðurfélag Kristins ehf., átti eignir upp á samtals um 36 milljarða króna í árslok 2017 en á sama tíma námu skuldirnar aðeins rúmlega 516 milljónum króna. Eigið fé félagsins var því um 35,5 milljarðar króna. Auk þess að vera eigendur að Ísfélagi Vestmannaeyja, einu stærsta útgerðarfélagi landsins, eru félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu meðal annars í hópi helstu hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og heildsölurisanum Íslensk-Ameríska (ÍSAM).
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Vestmannaeyjar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira