Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 19:00 Guðmundur Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af álagi leikmanna. vísir/getty Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00