Segja ráðuneytið reyna að fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:25 Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hefur borist bréf frá BHM. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00
WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40