Efling hafrannsókna Kristján Þór Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegur Skoðun Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun