Veikburða netöryggissveit og óvissa um stöðu netvarna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 13:30 Frumvarp samgönguráðherra tryggir ekki netöryggisssveit Íslands aðgang að upplýsingum þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu. Þetta er mat Póst- og fjarskiptastofnunar og kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið. Vísir/Getty Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hefur starfrækt netöryggissveit Íslands (CERT-ÍS) frá árinu 2012 en í dag eru þrír einstaklingar í sveitinni. Hlutverk sveitarinnar er annars vegar að fylgjast með og vakta ógnir sem steðja að Íslandi í heild og hins vegar að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum. Sveitinni berast á hverju ári mörg hundruð tilkynningar frá stofnunum og fyrirtækjum. Lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveitina og fjölga verkefnum hennar. Með frumvarpinu er svokallað netumdæmi sveitarinnar útvíkkað og mun það til dæmis ná yfir bankastarfsemi, heilbrigðisþjónustu og orku-, vatns- og hitaveitur. Fyrsta umræða fór fram um frumarpið á Alþingi í desember sl. Póst- og fjarskiptastofnun leggur til breytingar á frumvarpinu í umsögn en að mati stofnunarinnar tryggir frumvarpið sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu. Stofnunin telur að frumvarpið sé almennt framfaraskref þótt hún geri athugasemdir og tillögur að breytingum. En hversu vel er netöryggissveitin í stakk búin til að sinna hlutverki sínu samkvæmt gildandi lögum? „Netöryggissveitin er afskaplega fámenn og það vantar ýmis tæki og tól til þess að hægt sé að gera þetta svo vel sé. Ef við horfum til sambærilegra stofnana á hinum Norðurlöndunum þar er hundraðfaldur munur að stærð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Vísir/Baldur HrafnkellHvernig er netvörnum Íslendinga háttað í samanburði við hin Norðurlöndin? „Ég held að hreinskilna svarið er ég held að það viti það enginn í dag. Það er víða verið að gera mjög góða hluti í íslensku samfélagi varðandi netöryggi. Kerfin á Íslandi eru til þess að gera nýtískuleg, ég held að mörg þeirra séu ágætlega uppfærð. Sums staðar eru mjög öflugar netöryggisvarnir en það er engin heildarmynd af þessari stöðu í dag. Hana vantar og hún mun verða mun betri eftir að við verðum búin að innleiða þessi lög,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu. 21. janúar 2019 18:30