HB Statz er búið að vera með lifandi tölfræði frá öllum leikjum Íslands á mótinu og halda utan um alla tölfræðiþætti en leikmenn fá svo einkunn miðað við það sem þeir gera, gott og slæmt, í hverjum leik.
Þrátt fyrir að spila ekki síðasta leik eru Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson í efstu tveimur sætunum en Arnór Þór var með 7,12 í meðaleinkunn fyrir fyrstu sex leikina og Aron Pálmarsson 7,06.
Einkunnir leikmanna taka mið af mörkum, skotnýtingu, sköpuðum færum, stoðsendingum, vítaköstum fiskuðum og fengin á sig, töpuðum boltum, löglegum stöðvunum, vörðum skotum, stolnum boltum fráköstum og refsingum.

Elvar Örn hefur látið minna fyrir sér fara í sóknarleiknum á seinni stigum mótsins en Selfyssingurinn er búinn að spla frábærlega í vörn þar sem að hann er efstur í löglegum stöðunum með 5,7 að meðaltali í leik.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er þriðji af nýliðunum í ellefta sæti í einkunnum HB Statz með 5,60 og Teitur Örn Einarsson kemur þar næstur með 5,43.
Þeir raða sér svo í þrjú neðstu sætin markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson (5,30), Ýmir Örn Gíslason (5,23) og Daníel Þór Ingason (5,19).
Fimm efstu í helstu tölfræðiþáttum HB Statz:
Fimm hæstu einkunnir Íslands:
Arnór Þór Gunnarsson 7,12
Aron Pálmarsson 7,06
Elvar Örn Jónsson 6,46
Björgvin Páll Gústavsson 6,40
Ólafur Guðmundsson 6,36
Fimm hæstu í markaskorun:
Arnór Þór Gunnarsson 6,2 mörk að meðaltali í leik
Aron Pálmarsson 3,7
Ólafur Guðmundsson 2,9
Elvar Örn Jónsson 2,7
Bjarki Már Elísson 2,3
Fimm hæstu í skotnýtingu (5 mörk eða fleiri):
Arnór Þór Gunnarsson 82,2%
Bjarki Már Elísson 72,7%
Sigvaldi Guðjónsson 70,6&
Stefán Rafn Sigurmannsson 68,8&
Arnar Freyr Arnarsson 66,7%
Fimm hæstu í stoðsendingum:
Aron Pálmarsson 3,5 að meðaltali í leik
Elvar Örn Jónsson 1,6
Ómar Ingi Magnússon 1,4
Gísli Þorgeir Kristjánsson 1,4
Ólafur Guðmundsson 1
Fimm hæstu í löglegum stöðvunum:
Elvar Örn Jónsson 5,7
Ólafur Gústafsson 4,9
Arnar Freyr Arnarsson 4,1
Ólafur Guðmundsson 3,3
Daníel Þór Ingason 2,1