Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 08:00 Haukur Þrastarson spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti á móti Frakklandi en hann er aðeins 17 ára. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, gat lítið annað gert en óskað Frakklandi til hamingju með sigurinn á sunnudaginn í LANXESS-höllinni í fyrrakvöld. Strákarnir okkar fengu níu marka skell, 31-22, gegn heimsmeisturunum en Ísland spilaði án Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar sem meiddust á móti Þýskalandi. Franska liðið gekk á lagið í seinni hálfleik og rúllaði yfir strákana okkar en meðalaldur í liðinu lækkaði niður í rétt tæp 23 ár þegar að Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson komu inn í liðið. „Þegar á heildina er litið er Frakkland með frábært lið. Það er ríkjandi heimsmeistari og kláraði þennan leik mjög fagmannlega. Ég er samt mjög stoltur af liðinu mínu. Við verðum komnir á toppinn aftur eftir þrjú ár,“ sagði Guðmundur og brosti á blaðamannafundi eftir leikinn. Luka Karabatic, varnar- og línumaður Barcelona og franska landsliðsins, tók undir með Guðmundi. Hann sér strákana okkar vera komna aftur í fremstu röð á næstu árum þegar að ungu mennirnir verða orðnir aðeins eldri. „Ég vil óska Íslandi til hamingju með framgöngu sína á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Karabatic. „Eins og Guðmundur sagði er þetta ungt lið en ég tel framtíðina bjarta hjá Íslandi því það eru hæfileikaríkir leikmenn í þessu liði. Það getur farið að berjast aftur um titla eftir nokkur ár,“ sagði Luka Karabatic. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, gat lítið annað gert en óskað Frakklandi til hamingju með sigurinn á sunnudaginn í LANXESS-höllinni í fyrrakvöld. Strákarnir okkar fengu níu marka skell, 31-22, gegn heimsmeisturunum en Ísland spilaði án Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar sem meiddust á móti Þýskalandi. Franska liðið gekk á lagið í seinni hálfleik og rúllaði yfir strákana okkar en meðalaldur í liðinu lækkaði niður í rétt tæp 23 ár þegar að Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson komu inn í liðið. „Þegar á heildina er litið er Frakkland með frábært lið. Það er ríkjandi heimsmeistari og kláraði þennan leik mjög fagmannlega. Ég er samt mjög stoltur af liðinu mínu. Við verðum komnir á toppinn aftur eftir þrjú ár,“ sagði Guðmundur og brosti á blaðamannafundi eftir leikinn. Luka Karabatic, varnar- og línumaður Barcelona og franska landsliðsins, tók undir með Guðmundi. Hann sér strákana okkar vera komna aftur í fremstu röð á næstu árum þegar að ungu mennirnir verða orðnir aðeins eldri. „Ég vil óska Íslandi til hamingju með framgöngu sína á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Karabatic. „Eins og Guðmundur sagði er þetta ungt lið en ég tel framtíðina bjarta hjá Íslandi því það eru hæfileikaríkir leikmenn í þessu liði. Það getur farið að berjast aftur um titla eftir nokkur ár,“ sagði Luka Karabatic.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira