Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 21:37 Bjarki Már Elísson sækir að marki Frakka vísir/getty Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira
Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, en mér fannst þeir gera of mikið af tæknifeilum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir voru bara ragir í upphafi leiks.“ „Menn eins og Ólafur Guðmundsson og Ómar [Ingi Magnússon] voru ekki líkir sjálfum sér. Þegar Aron Pálmarsson dettur út þá verður einhver að stíga upp en það gerði það bara enginn þarna í byrjun. Þá miður þá vantaði smá karakter í strákana.“ Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson voru báðir fjarverandi vegna meiðsla og það mæddi mikið á ungum og óreyndum leikmönnum Íslands sem gáfust þó aldrei upp og komu til baka gegn gríðarsterku frönsku liði. Áttum aldrei séns á sigriGunnar Berg Viktorssons2 sport„Auðvitað eru þetta bara tvítugir strákar og frábær skóli fyrir þá, þeir læra af þessu engin spurning. Það er ekki við öðru að búast en að þeir muni lifa á þessum leik og koma sterkari í næsta verkefni.“ „Maður var samt aðeins svekktur með að þeir skyldu ekki vera aðeins aggressívari en það er kannski bara aldurinn og reynslan.“ Ísland náði að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í seinni hálfleik áður en Frakkar tóku annað áhlaup og drápu leikinn. Fannst Gunnari Ísland einhvern tíman hafa átt möguleika á því að vinna leikinn? „Nei, við áttum aldrei séns á því. Mér fannst Frakkarnir nú bara ekki vera endilega á fullu heldur en þetta var samt allt of erfitt og við gerðum of mikla tæknifeila til þess að eiga nokkurn möguleika.“ Elvar langbesturSelfyssingurinn hefur staðið sig mjög vel á mótinuvísir/getty„Mér fannst Elvar [Örn Jónsson] bestur, hann var bara langbestur. Hann var agressívur að marki og sýndi einhvern karakter, tók af skarið og reyndi að búa til einhver færi fyrir sjálfan sig og aðra.“ „Ólafur Gústafsson var svosem fínn í vörninni, vörnin var ágæt en markvarslan var engin.“ Brasilíumenn eru næsti andstæðingur Íslands, og verður sá leikur líklega síðasti leikur Íslands á mótinu. Brasilía vann óvæntan sigur á Króatíu fyrr í dag, hvernig er tilfinningin fyrir leiknum á miðvikudag? „Hún er bara ekkert sérstaklega góð. Það eru margir meiddir og Brasilía greinilega bara með hörkulið, það eru ekkert margir sem hlaupa í gegnum Króatíu.“ „Ég ætla ekki að vera neitt svaka neikvæður en ég hef ekki mikla trú á að við vinnum Brassana,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Leikur Íslands og Brasilíu fer fram á miðvikudag, 23. janúar, klukkan 14:30.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 22-31 | Heimsmeistararnir of stórir fyrir strákana Ísland tapaði með níu mörkum fyrir heimsmeisturum Frakka í milliriðli á HM í Þýskalandi og Danmörku. 20. janúar 2019 21:00
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29