Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:29 Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. „Ég fékk að vita á fundi rétt eftir hádegismat að ég myndi byrja. Ég fékk létt aðsvif, nei nei. Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að byrja eftir fína frammistöðu frá Bjögga. Það er mikilvægur leikur á miðvikudag gegn Brasilíu þannig að við reynum að deila þessu aðeins á milli okkar,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson við Tómas Þór Þórðarsson eftir leikinn í Köln. „Ég var aðeins með í maganum en skildi það eftir á hótelinu og ákvað að taka þessu bara sem venjulegum leik sem þetta er auðvitað. Ég er nánast að spila við jafnaldra mína sem eru á heimsmælikvarða.“ Ágúst Elí byrjaði leikinn af miklum krafti en það fjaraði aðeins undan leik hans þegar líða fór á. „Ég var að verja vel í byrjun, velja rétt og flott og allt eftir bókinni. Svo byrjaði ég ágætlega í seinni hálfleik og varði einhver drasl skot frá Luc Abalo. Síðan fara þeir að skjóta meira þegar þeir eru í snertingu, fá oft tvö tækifæri og það fóru þrír í gegnum klofið sem ég man ekki eftir hvenær gerðist síðast.“ „Það fjaraði aðeins undan þessu en ég get ekki sagt að það hafi verið hausinn á mér. Ég held að liðið sem heild hafi aðeins dottið niður, misst trúna þegar við misstum þá fram úr okkur. Svona er þetta bara, maður getur ekki alltaf spilað fullkominn leik. Ég gerði mitt besta en þetta gekk ekki alveg í dag.“ Ágúst Elí lék með FH í fyrra sem sló út lið Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Öll útilína Selfyssinga síðan í fyrra lék stóran hluta leiksins í dag. „Þetta er skemmtileg pæling. Ég veit það manna best að þessi Selfoss-útilína er hörkugóð, ég þurfti að hafa fyrir því að verja alla þessa bolta. Ég var ekkert að hugsa út í að þetta væru óvinir mínir síðan í vor. Hér erum við bara allir saman, allir bræður og gerum okkar besta í að spila saman.“ „Það er þéttleiki í hópnum og það er gaman hjá okkur. Við höfum spilað vel það sem af er á móti en í dag var þetta orkulaust, sóknarleikurinn byrjaði eftir korter og þetta var hörkuerfitt í dag. Mér fannst vörnin góð í fyrri hálfleik en svo datt hann niður og auðvitað markvarslan með. Sóknarleikurinn datt aftur niður þannig að þetta var bara helvíti erfitt, þetta er gott lið,“ sagði Ágúst Elí að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Sigvaldi: Fullt sem við getum gert betur „Þetta var mjög erfitt. Fyrstu 15 mínúturnar voru hundleiðinlegar, við komumst ekkert í færi og þeir fengu létt mörk," sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson í samtali við Tómas Þór Þórðarsson eftir tapið gegn Frökkum í Lanxess-arena í Köln í kvöld. 20. janúar 2019 21:15
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Sérfræðingurinn svekktur: Áttu að vera agressívari Það var ekkert sérstaklega jákvætt hljóðið í Gunnari Berg Viktorssyni, sérfræðingi Stöðvar 2 Sports, eftir níu marka tap Íslands fyrir heimsmeisturum Frakka á HM í handbolta. 20. janúar 2019 21:37