Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Mörg hundruð ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á Íslandi ár hvert. Þær eru líka gerðar á börnum. Fréttablaðið/Getty Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira