Drögum úr ójöfnuði Sonja Ýr Þorbergsdóttir og formaður BSRB skrifa 21. janúar 2019 07:00 Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun