Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2019 18:50 Stearfsmenn Rauða kross Íslands huga að farþegum í Varmárskóla. Vísir/Egill Tvær rútur fóru út af veginum á Kjalarnesi á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 27 manns í annarri rútunni en 11 manns í hinni. Var um að ræða ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólkið var flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar, en talið er að meiðsli þeirra séu minniháttar. Fólkið sem var flutt í Varmárskóla var síðar flutt til Reykjavíkur. Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi er lokið en aðstæður þar voru erfiðar enda slæmt veður, hálka og lítið skyggni. Farþegarnir voru fluttir í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Vísir/EgillSjúkrabíll á vettvangi lenti utan vegar en mikil hálka og vonskuveður er á svæðinu. Engin slys urðu á fólki vegna þess. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var meðalvindhraði á Kjalarnesi um 17 metrar á sekúndu rétt fyrir klukkan sjö í kvöld en öflugasta vindhviða náði 23 metrum á sekúndu. Vesturlandsvegur er lokaður á milli Mosfellsbæjar, við Þingvallaveg, og Hvalfjarðarganga og verður svo eitthvað áfram. Lögreglumenn í Varmárskóla, þangað sem farþegar voru fluttir.Vísir/EgillEftirfarandi tilkynning barst vegna málsins frá lögreglu um klukkan átta í kvöld:Vinnu á vettvangi er lokið, en 27 voru í annarri rútunni og 11 í hinni. Þetta voru erlendir ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólkið var flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar, en talið er að meiðsli þeirra séu minni háttar. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð vegna óhappsins.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20:57 Slökkvilið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Tvær rútur fóru út af veginum á Kjalarnesi á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 27 manns í annarri rútunni en 11 manns í hinni. Var um að ræða ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólkið var flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar, en talið er að meiðsli þeirra séu minniháttar. Fólkið sem var flutt í Varmárskóla var síðar flutt til Reykjavíkur. Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi er lokið en aðstæður þar voru erfiðar enda slæmt veður, hálka og lítið skyggni. Farþegarnir voru fluttir í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar.Vísir/EgillSjúkrabíll á vettvangi lenti utan vegar en mikil hálka og vonskuveður er á svæðinu. Engin slys urðu á fólki vegna þess. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar var meðalvindhraði á Kjalarnesi um 17 metrar á sekúndu rétt fyrir klukkan sjö í kvöld en öflugasta vindhviða náði 23 metrum á sekúndu. Vesturlandsvegur er lokaður á milli Mosfellsbæjar, við Þingvallaveg, og Hvalfjarðarganga og verður svo eitthvað áfram. Lögreglumenn í Varmárskóla, þangað sem farþegar voru fluttir.Vísir/EgillEftirfarandi tilkynning barst vegna málsins frá lögreglu um klukkan átta í kvöld:Vinnu á vettvangi er lokið, en 27 voru í annarri rútunni og 11 í hinni. Þetta voru erlendir ferðamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólkið var flutt í fjöldahjálparmiðstöð í Varmárskóla, utan fjögurra sem voru fluttir á slysadeild til skoðunar, en talið er að meiðsli þeirra séu minni háttar. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð vegna óhappsins.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20:57
Slökkvilið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira