Fylkir er komið í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir 3-0 sigur á Fjölni í undanúrslitunum í kvöld en mótherji Fylkis verður annað hvort Valur eða KR.
Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Bergsveinn Ólafsson braut þá á Ragnari Braga Sveinssyni og dæmd vítaspyrna. Hákon Ingi Jónsson steig á punktinn og skoraði.
Fylkismenn voru ekki hættir í fyrri hálfleik því um þremur mínútum síðar tvöfaldaði Helgi Valur Daníelsson forystuna eftir að boltinn féll til hans eftir hornspyrnu.
Staðan 2-0 í hálfleik og þriðja og síðasta mark kvöldsins skoraði hinn ungi og efnilegi Valdimar Þór Ingimundarson á 72. mínútu en lokatölur öruggur 3-0 sigur Fylkis.
Mótherji Fylkis í undanúrslitunum verða annað hvort risarnir KR eða Valur en þau eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni sem er í gangi þegar þetta er skrifað.
