Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 12:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eftir blaðamannafund nú rétt fyrir hádegi þar sem hún kynnti meginefni frumvarpsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira