Bankar keppi á jafnræðisgrunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:23 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum. Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum. Þetta kemur fram í umsögn bankans um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Bankinn vísar í umsögn sinni til minnisblaðs Bankasýslu ríkisins þar sem bent er á að ef erlendur banki keypti íslenskan banka myndi hann áreiðanlega vilja leysa upp íslenska bankann þegar í stað og breyta honum í útibú. Útibúið yrði ekki undanskilið bankaskatti, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja, en Arion banki nefnir hins vegar að það yrði með mun lægri eiginfjárkröfu en innlendir bankar og þá yrðu opinberar álögur lægri. „Öllum má vera ljóst að innkoma erlends banka á íslenskan markað undir þessum kringumstæðum færir honum verulegt samkeppnisforskot án þess að ljóst sé að það skili neytendum tilætluðum ávinningi,“ segir í umsögn Arion banka. Hvað varðar umfjöllun Bankasýslunnar um mögulega sölu innlends banka til erlends banka telur Arion vert að staldra við þrjú atriði. Í fyrsta lagi geti bankaskatturinn ráðið því hvort af erlendri fjárfestingu verði. Í öðru lagi sé líklegt að bankaskatturinn hafi áhrif á hvort og þá hvernig útibú erlends banka byggi upp eignir og skuldir á Íslandi. Þá njóti slíkt útibú talsverðs aðstöðumunar. Til dæmis sé sennilegt að útibúið muni, ólíkt íslenskum bönkum, styðjast við innramatsaðferð við útreikning á áhættugrunni og eiginfjárkröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Sjá meira
Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00
Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00