Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 22:30 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Stígamót buðu í dag Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. „Starfsfólk Stígamóta vill bjóða Brynjari Níelssyni alþingismanni í opinbera heimsókn til okkar til þess að kynna sér starfsemi Stígamóta,“ segir í færslu samtakanna sem birt var á Facebook í dag. „Við teljum afar mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar séu meðvitaðir um þær afleiðingar sem mæta brotaþolum kynferðisofbeldis. Við teljum líka afar mikilvægt að ráðamenn kynni sér þau viðfangsefni sem þeir ræða um á opinberum vettvangi þannig að ekki sé farið með rangfærslur.“ Tilefni boðsins eru ummæli Brynjars um vændi sem hann lét falla í útvarpsþættinum Harmageddon á X97,7 í gær. Þar ræddi Brynjar mál íslenskrar vændiskonu sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Konan lýsti því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiðst út í vændi árið 2010. Eftir mikla aðstoð frá Stígamótum og Bjarkahlíð hafi hún ákveðið að hætta vændinu og lýsir því nú sem ofbeldi, sem hana langi að kæra. Það geti hún þó ekki gert þar sem brotin séu fyrnd.Spyr af hverju konan taki ekki ábyrgð Í þættinum í gær gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti. Slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin.“ Þá ítrekaði Brynjar að konan, og aðrir í hennar sporum, þyrftu að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Einnig ræddi hann þátt Stígamóta í málinu „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“Viðtalið má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.„Heilaþvottastöð fyrir konur“ Elísabet Ýr Atladóttir gagnrýndi ummæli Brynjars í færslu á Facebook-síðu sinni í gær sem hlotið hefur nokkra dreifingu á miðlinum. Í færslunni sakar Elísabet Brynjar um að hafa uppi „samsæriskenningar“ þar sem Stígamót væru „einhvers konar heilaþvottasvöð fyrir konur“. Þá sagði hún ummæli Brynjars fylgja þeirri „fáránlegu og stropuðu hugmynd“ að konur biðu eftir tækifæri til að þykjast vera fórnarlömb. „Þessi formúla er notuð reglulega gegn þolendum - þær sagðar bara muna þetta vitlaust, þær skilji ekki eigin upplifanir, að þær séu búnar að festa í sig falskar minningar með hjálp óprúttinna aðila,“ skrifar Elísabet Ýr.Færslu hennar má nálgast í heild hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45