Vanskil 23 milljónir króna Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vanskil vegna skólamáltíða í Reykjavík 2017 voru 23 m.kr. eða 2,22%. Í innheimtureglum borgarinnar kemur fram að ekki komi til afskrifta nema í undantekningartilvikum að undangengnu mati félagsráðgjafa þegar um er að ræða sérstakar aðstæður sem réttlætt geta afskriftir. Í tvígang hefur verið lögð fram tillaga í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins um að lækka gjaldskrá skólamáltíða um þriðjung (33%) og að tekjulækkun sviðsins, sem talin er að næmi 361 m.kr. árið 2019, yrði mætt með auknum fjárheimildum sem kæmu af kostnaðarliðnum „ófyrirséð“. Tillagan var felld í borgarstjórn í desember sl. Hefði hún verið samþykkt hefði það falið í sér að gjaldskrá máltíða í grunnskólum yrði 6.563 kr. á mánuði í stað 9.796 kr. eins og nú er. Enda þótt lækkun á gjaldskrá skólamáltíða útiloki ekki vanskil má leiða líkum að því að lækkun dragi úr vanskilum vegna skólamáltíða. Þá sem glíma við erfiðan fjárhag munar um 3200 kr. á mánuði. Með lækkuninni aukast líkur þess að þeir sem glíma við erfiðan fjárhag eigi meiri möguleika á að greiða mat fyrir barnið sitt í skólanum. Vissulega er þetta allt spurning um forgangsröðun og hér er verið að tala um að forgangsraða fyrir börnin. Helst ætti allt sem tengist leik- og grunnskólanum að kosta lítið og sumt á að vera alveg frítt. Þá fyrst getum við tryggt að öll börn sitji við sama borð. Efnahagsstaða foreldra er misjöfn. Í Reykjavík hefur stéttaskipting vaxið síðustu ár. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Hópur þeirra sem skilgreindir eru undir fátæktarviðmiði velferðarráðuneytisins hefur stækkað og mun fara stækkandi nema gripið verði til róttækra aðgerða til að spyrna við fótum. Svengd kemur niður á almennri vellíðan og afköstum. Aðalatriðið er að fullvissa liggi fyrir um að ekkert barn sé svangt í skólanum. Börn eiga rétt á að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþörfum eins og fæði, klæði og húsnæði. Liður í því er að öll aukaþjónusta grunnskóla kosti lítið eða ekkert svo sem frístundastarf og matur. Fordæmi er nú þegar fyrir lækkun gjalds skólamáltíða í öðrum sveitarfélögum og á Reykjavík ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum.Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun