Guðni: Ég er ánægður og stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2019 16:44 Guðni þakkar fyrir sig eftir kjörið í dag. Vísir/Daníel Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Guðni Bergsson fékk yfirburðakosningu til formanns KSÍ í dag. Hann var stoltur af stuðningnum sem hann fékk. „Ég er ánægður og stoltur. Ég hlakka til komandi tveggja ára í starfi,“ sagði Guðni ánægður með niðurstöðuna. Hann neitar því ekki að hann hafi fengið mjög sterk skilaboð í dag og sterka staðfestingu á hans störfum fyrir KSÍ. „Bæði fyrir mín störf og störf okkar allra innan KSÍ. Þetta er bara samvinna. Við erum heild og ég held að starfið okkar hafi verið markvisst og gott undanfarin tvö ár,“ sagði Guðni. „En á sama tíma vil ég horfa fram veginn, hvernig við getum gert enn betur fyrir okkar aðildarfélög.“ Hann segir að það muni margt bíða nýrrar stjórnar KSÍ og hans sjálfs. „Það er ýmislegt sem er fram undan, til dæmis frumvarp um endurgreiðslur vegna íþróttamannvirkja, jöfnun ferðakostnaðar, sjálfboðaliðastarfið sem á undir högg að sækja. Það þarf að passa upp á þátttöku kvenna. “ „En ekki síst hvernig við getum saman bætt rekstrarumhverfi aðildarfélaganna okkar og í raun og veru bætt fótboltann almennt í landinu. Þetta er langur listi verkefna sem bíður okkar.“ Mikið hefur verið rætt um hugmyndir Guðna um að ráða yfirmann knattspyrnumála, sem komu fyrst fram í framboði hans fyrir tveimur árum. „Við förum núna yfir það mál með stjórninni á næstunni og tökum jákvæð skref í því sambandi. Eins og ég hef sagt áður, ég held að það verði framfaraspor fyrir okkur og ég er mjög spenntur fyrir því verkefni.“ Að síðustu spurði ég Guðna út í ummæli Jóns Rúnars Halldórssonar um frægt viðtal íþróttadeildar við forseta UEFA, sem Jón Rúnar gagnrýndi mjög. „Hann verður að svara fyrir. Eitt er að taka þessa röksemd og fara með hana. En það er spurning um hvar eða hvernig þú ferð með hana. Ég er ekki að hugsa út í það.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58 Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00 Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Guðni kjörinn með yfirburðum Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni. 9. febrúar 2019 15:58
Í beinni: Ársþing KSÍ Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins. 9. febrúar 2019 17:00
Jón Rúnar gagnrýnir stjórn KSÍ: Heigulsháttur að mótmæla ekki afskiptum Ceferin Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með stjórn KSÍ. 9. febrúar 2019 15:15