Fundu konuna ískalda í hnipri í kuldanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 12:15 Hér sjást þeir Finnur Smári Torfason og Stephan Mamtler, björgunarmennirnir sem fundu konuna. Mynd/friðrik jónas Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“ Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49
Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40