Líklegt að lambahryggir gangi til þurrðar í sumarbyrjun Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 07:30 Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð og voru fyrirtæki líklega of fljót á sér við útflutning. Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu sláturtíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. Formaður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs.Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.„Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mótmæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir líklegast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá réttlætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í framhaldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira