Makedónar færast nær NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Nikola Dimitrov og Jens Stoltenberg á sameiginlegum blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent