600 nemendur í dýrasta skóla Reykjanesbæjar Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nýr grunnskóli í Reykjanesbæ verður dýrasta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Fullbyggður mun skólinn rúma ríflega 600 nemendur. Áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. Það er krefjandi verkefni fyrir sveitarfélag að takast á við hraða fjölgun. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um þriðjung á nokkrum árum. Bæjarstjórinn segir að meðal annars þurfi að líta til fjölda barna og aldurs þeirra í einstökum hverfum. „Við höfum verið að stækka leikskóla og byggja nýja leikskóla og erum að hefja byggingu nýs grunnskóla. Síðan erum við með á teikniborðinu næstu skóla í röðinni en það eru einhver ár í þær framkvæmdir,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Stapaskóli verður 10.000 fermetrar að stærð.Vísir/Arkís arkitektarGrunnskóli síðast vígður fyrir 14 árum Fyrir 25 árum voru sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuð undir merkjum Reykjanesbæjar. Nýjasti grunnskólinn fram til þessa er Akurskóli í Njarðvík sem var vígður fyrir 14 árum. Skólinn sem er verið að reisa nú verður vígður haustið 2020 gangi áætlanir eftir. Hann verður byggður í þremur áföngum, áætlaður heildarkostnaður er rúmir fimm milljarðar króna. „Þetta er stærsta framkvæmd sem Reykjanesbær hefur farið í. Þetta er bygging upp á rúma 10.000 fermetra. Hún verður byggð núna á næstu árum í Innri Njarðvík,“ segir Kjartan bæjarstjóri. Nýi skólinn hefur fengið nafnið Stapaskóli. Hann verður leikskóli og grunnskóli. Stefnt er að því að íþróttahús og sundlaug verði í nýju skólabyggingunni.Frá framkvæmdasvæðinu við Stapaskóla í Reykjanesbæ.Vísir/SighvaturReykjanesbær hefur verið undir eftirliti sveitarfélaga vegna hás skuldahlutfalls sem hefur farið lækkandi. „Það er margt sem hjálpast þar að, íbúafjölgun og auknar tekjur. Fjölgun munu líka fylgja aukin útgjöld. Svo hafa ytri skilyrði verið okkur hagstæð, atvinnustig verið hátt og svo framvegis,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira