„Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í Inkasso-deildinni sumarið 2017. vísir/ernir Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast