Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Íris Dögg Lárusdóttir ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur, stofnanda Sigrúnarsjóðs, í gær er hún fékk styrkinn úr sjóðnum. kristinn ingvarsson Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira