Datt illa og vitnaði í Lethal Weapon: „Ég er orðin of gömul fyrir þennan skít“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Lindsey Vonn kveður á sunnudaginn. vísir/getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn. Skíðaíþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira