Græna lauman í skattamálum? Ásdís Kristjánsdóttir. skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun