Allir sjóðirnir nema Gildi nýttu sér kaupréttinn Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins. Vísir/GVA Allir lífeyrissjóðir í hluthafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 prósenta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum. ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríflega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „verulegum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II. Auk Gildis lífeyrissjóðs er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Landsbankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut. Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Allir lífeyrissjóðir í hluthafahópi framtakssjóðsins Horns II, að undanskildum Gildi lífeyrissjóði, samþykktu að ganga inn í kaup Kólfs á hlut sjóðsins í Hvatningu, sem fer með tæplega 40 prósenta hlut í Bláa lóninu. Auk Gildis ákváðu tveir hluthafar, sem fara báðir með óverulegan eignarhlut í framtakssjóðnum, að hverfa úr hópi eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tilkynnt var um það í nóvember í fyrra að samkomulag hefði náðst um kaup Kólfs, sem er í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, á 49,45 prósenta hlut Horns II í Hvatningu. Var hluthöfum framtakssjóðsins, sem er í rekstri Landsbréfa, veittur kaupréttur á sama gengi til loka janúar á þeim hlutum sem voru undir í viðskiptunum. ViðskiptaMogginn greindi fyrst frá því í liðinni viku að Gildi lífeyrissjóður, sem heldur á ríflega 18 prósenta hlut í Horni II, hefði ákveðið að ganga ekki inn í kaupin en samkvæmt heimildum blaðsins tengdist ástæðan „verulegum annmörkum á skjalagerð sem tengist fjárfestingunni“, eins og það var orðað. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum í byrjun desember er Bláa lónið verðmetið á um það bil 50 milljarða króna í umræddu samkomulagi Kólfs og Horns II. Auk Gildis lífeyrissjóðs er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafi Horns II með rúmlega 18 prósenta hlut. Landsbankinn fer með 7,7 prósenta hlut í sjóðnum, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,9 próesnta hlut og og VÍS með 5,4 prósenta hlut. Þeir hluthafar í framtakssjóðnum sem ákváðu að halda í eignarhlut sinn munu gera það í gegnum nýtt félag sem verður stofnað um hlut þeirra og Kólfs í Hvatningu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira