Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Kristján Ómar Björnsson er heilsustjóri Nú. Fréttablaðið/Valli Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira