Heilabrot í Hafnarfirði yfir útihátíðarvöskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Kristján Ómar Björnsson er heilsustjóri Nú. Fréttablaðið/Valli Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Framsýn menntun ehf., sem rekur grunnskólann Nú í Hafnarfirði, fær ekki að svo stöddu samþykki fyrir færanlegum handlaugum í skólastofum sínum og þar með starfsleyfi á nýjum stað. Nú flutti sig um áramótin úr Flatahrauni yfir á Reykjavíkurveg 50. Í skólanum eru sextíu nemendur í þremur efstu bekkjardeildum grunnskóla. „Ætlunin er að hafa færanlegar handlaugar sem hvorki verða tengdar neysluvatnslögn né fráveitu húsnæðisins,“ segir í fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um umsókn skólans. Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Nú, segir vaskana hafða færanlega til þess að skólastofurnar séu sveigjanlegri. Aðrir skólar hafi sýnt þessari lausn mikinn áhuga.Af tólf vöskum hjá Nú eru þrír færanlegir með fótpumpu.Mynd/Nú„Við bara kærum okkur ekki um að sóa plássi í fastan vask á vegg sem hindrar okkur í að gera þá hluti sem við erum að gera,“ segir Kristján. „Þetta eru færanlegar handlaugar sem fyllt er á vatn – og pumpað upp, svipað og í færanlegum salernum sem notuð eru á útisamkomum – og affall fer í tank sem er tæmdur reglulega,“ útskýrir Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar. Heilbrigðisnefndin frestaði afgreiðslu málsins. „Að mati Heilbrigðiseftirlitsins orkaði það tvímælis hvort þessi gerð handlauga stæðist ákvæði hollustuháttareglugerða og var ákveðið að fresta málinu milli funda og óska álits Umhverfisstofnunar á því hvort þessi gerð handlauga stæðist reglugerð,“ segir Hörður. „Við erum sem sagt ekki með fasta vaska í kennslustofunum – eins og gömul reglugerð kveður á um: reglugerð sem var sett 1930 og eitthvað þegar komu upp berklar í Vesturbæjarskóla,“ segir Kristján. Skólinn hafi reyndar notað sömu færanlegu vaska á Flatahrauni í tvö og hálft ár. Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið vaskana út áður og skólinn fengið undanþágu. Að sögn Kristjáns hefur enginn kvartað undan þeim færanlegu vöskum sem eru í skólanum. „Þeir eru jafn oft notaðir og í kennslustofum með hálffullorðið fólk; aldrei.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira