Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal.
Er það gert vegna veðurs en Vegagerðin hafði boðað að mögulega þyrfti að loka veginum þar sem austan stormur eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður gengur yfir Suðurland. Líkleg opnun vegarins er klukkan eitt eftir miðnætti.
Þá boðaði Vegagerðin jafnframt að síðar í dag muni þurfa að loka Hellisheiði og Þrengslum sem og veginum um Skeiðarársand, frá Núpsstað, Öræfi og að Höfn.
Óvissustig er svo á Kjalarnesi frá um klukkan 18 í dag.
Lokað á milli Hvolsvallar og Víkur vegna veðurs
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
