Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 06:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. Fréttablaðið/ernir Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15