Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Björk Eiðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ru Paul hér ásamt þeim Bjarna Óskarssyni og dragdrottningunni Gógó Starr. Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30