Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira