Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:02 Jussie Smollett. Getty/Gary Gershoff Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46