Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 11:01 Hannes og Kristófer á góðri stundu. vísir/vilhelm Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00