„Ég held áfram að byggja múrinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 08:24 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er harðákveðinn í að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sama hvað það kostar virðist vera. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00