Kynnisferðir auglýsa rými í BSÍ til leigu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 400 fermetrar í BSÍ eru til leigu. Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira