Kynnisferðir auglýsa rými í BSÍ til leigu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 400 fermetrar í BSÍ eru til leigu. Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Kynnisferðir, rekstraraðili BSÍ, munu auglýsa veitinga- og verslunarrými hússins til leigu á næstu dögum. Í sumar á jafnframt að sinna viðhaldi á húsinu að utan. Húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. „Við höfum smám saman verið að breyta innviðum BSÍ og gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir okkar farþega og aðra gesti BSÍ,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við Fréttablaðið. „Veitingastaðnum Mýrinni mathúsi var lokað fyrir skemmstu. Við ákváðum að fara í gagngerar endurbætur á húsnæðinu og taka það alfarið í gegn.“ Björn vonast eftir að fá fjölbreytta þjónustu í húsið sem henti viðskiptavinum Kynnisferða og gæði það lífi. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Æskilegt væri ef hægt væri að afgreiða mat til gesta nokkuð hratt en það væri sömuleiðis skemmtilegt að fá inn mathöll með ólíkum rekstraraðilum. „Það góða við BSÍ er að þar er tiltölulega þægileg aðkoma á bílum og yfirleitt frekar auðvelt að fá bílastæði,“ segir hann. Því geti Íslendingar hæglega sótt þjónustu í húsið. Um er að ræða 400 fermetra sem skiptast í nokkur rými sem má leigja í einu lagi eða að hluta. Á aðra milljón gesta fara um húsið á hverju ári. „Stór hluti erlendra ferðamanna sem koma til Íslands á leið um BSÍ á ferðalagi sínu. Fjölmargir Íslendingar leggja einnig leið sína í BSÍ með flugvallarrútunni auk þess sem ýmsir landsbyggðarvagnar Strætó aka frá BSÍ og margar af innanbæjarleiðunum stoppa einnig við BSÍ.“ Að hans sögn er fasteignin yfir 50 ára gömul og kominn tími á viðhald sem verði sinnt í sumar. Um sé að ræða almennt viðhald, þak og glugga. „Það hefur verið óvissa um framtíðaruppbyggingu reitsins,“ segir Björn og vísar til hugmynda um nýja samgöngumiðstöð. „Húsinu hefur verið klappað létt á hverju ári en aldrei farið í alvöru endurbætur. Nú eru meiri líkur en minni á að BSÍ muni standa um ókomna tíð,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira