Kalt Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Andstyggilegar frosthörkurnar sem herja þessi dægrin á okkur viðkvæmu stofublómin fyrir sunnan. Skammdegisþunglynd kuldaskræfa eins og ég treystir sér varla undan tvöföldu sængurlaginu á morgnana á meðan ég heyri beinlínis frostið mála sínar dauðarósir á gluggarúðurnar. Þetta er niðurdrepandi og leiðinlegt en verst af öllu er þó hversu fast kuldaboli bítur mann í hégómann. Hún nístir þversögnin að það er aldrei erfiðara að halda „kúlinu“ en einmitt í kulda. Íslendingar vita það af biturri reynslu að eina vörnin gegn kuldanum er að klæða hann af sér en það er ekki svalt að vera dúðaður. Þvert á móti er það bara óbærilega hallærislegt. Hárið á manni kemur til dæmis alltaf úfið og tætt undan húfunni, jafnvel þótt maður hafi steingert það með þverhandarþykku lagi af öflugu hárgeli. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurlægingu að þurfa að smeygja sér í síðar nærbuxur. Þær hafa þó ótvírætt sér til ágætis að þær halda manni heitum og eru ekki sýnilegar á almannafæri. En þar sem karlmaður sem gengur í síðum er vitaskuld aumingi þá rýrnar sjálfstraustið við það eitt að finna fyrir ullinni undir gallabuxunum. Manni finnst einhvern veginn eins og allir viti af þessu og séu að glápa á mann eins og maður væri með unglingabólu á nefinu. Allra verst er að nærbrækur sem ná niður á ökkla eru gersneyddar öllum kynþokka og ástalífið er því jafn botnfrosið og sálartetrið þannig að fari þessum andskota ekki að linna neyðist ég til þess að rifja upp gamla takta frá sokkabandsárunum þegar ég var orðinn býsna flinkur að kippa föðurlandinu niður með gallabuxunum svo lítið bæri á.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar