Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 19:42 Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við tillögum stjórnvalda eru gerólík. Samtök atvinnulífsins eru mjög jákvæð út í tillögurnar en forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lýsa sárum vonbrigðum. Og svo mikil voru vonbrigðin hjá Vilhjálmi Birgissyni varaforseta Alþýðusambandsins að hann rauk á dyr í forsætisráðuneytinu áður en fundinum með ráðherrum lauk. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég bjóst við umtalsvert meiru en þarna var síðan raunin. Því við erum búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur við að reyna að finna leiðir og lausnir til að forða íslenskum vinnumarkaði frá hörðum verkfallsátökum,” segir Vilhjálmur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins er mun jákvaæðari út í aðgerðir stjórnvalda. „Ef maður leggur heildstætt mát á þetta er margt mjög áhugavert í þessum pakka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem hægt er að vinna með við úrlausn þessarar deilu,” segir Halldór Benjamín. Að loknum fundi með stjórnvöldum komu verkalýðsleiðtogar saman til að bera saman bækur sínar. En næsti samningafundur verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísað hafa til ríkissáttasemjara er á fimmtudag og Starfsgreinasambandið tekur ákvörðun um það í kvöld eða fyrramálið hvort sextán aðildarfélög vísi deilu sinni einnig til ríksisáttasemjara.Drífa segir að næst muni verkalýðsfélögin beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins.Vísir/vilhelmDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að nú muni félögin væntanlega beina kröftum sínum að Samtökum atvinnulífsins. „Það sem við vonuðumst til að gerðist væri að þetta útspil stjórnvalda í skattamálum myndi liðka fyrir samningaviðræðum sem eru í gangi við samtök atvinnulífsins. Þetta mætti ekki þeim væntingum. Samninganefnd ASÍ sem stendur saman af formönnum landssambanda og stærstu félaga var einhuga í því að þetta væru mikil vonbrgiði,” segir Drífa. Tilboð og gagntilboð gengu fram og til baka hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en þeim var hafnað af báðum deiluaðilum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur deiluaðila komna nær kjarna málsins varðandi launaliðinn. Legið hafi fyrir að lausnin yrði samsett annars vegar með tilboði atvinnurekend og hins vegar með útspili ríkisvaldsins. „Nú hafa bæði atvinnurekendur og ríkisvaldið sýnt á spilin getum við sagt. Og ég er vongóður um að það takist að moða úr því lausn sem allir geta lifað við,” segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mestu vonbrigðin vera með smánarlega skattalækkun til fólks á lægstu laununum. „Ég var sannarlega að vona að stjórnvöld væru búin að vakna til meðvitundar um þessa háværu og miklu kröfu. Sem sannarlega endurómar frá grasrótinni sjálfri,” segir formaður Eflingar.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30