Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 13:02 Kolbrún segir fá mál rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Vísir/Baldur Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00