Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:29 Um var að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect umrædda daga. vÍSIR/VILHELM Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43
Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16