Dagur hefði unnið með nýju reglunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 08:30 Ari Ólafsson og Dagur Sigurðsson mættust í einvíginu í fyrra. RÚV Dagur Sigurðsson hefði staðið uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu og boðað hefur verið í ár. Breytingin felur í sér að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út. Í einvíginu í fyrra mættust Dagur, með lagið Í stormi, og Ari Ólafsson, sem flutti lagið Our Choice. Dagur hafði afgerandi forystu eftir fyrri umferðina en Ari hafði betur í einvíginu með nokkrum yfirburðum. Hefði Dagur hins vegar fengið stigin úr fyrri umferðinni með sér í einvígið hefði hann haft betur og verið fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal.Stigin eftir fyrri umferðina voru svona:Dagur Sigurðsson, Í stormiDómarar: 20.183Áhorfendur: 24.547Samtals: 44.730Ari Ólafsson, Our Choice Dómarar: 17.453Áhorfendur: 18.408Samtals: 35.861 Í einvíginu hafði Ari þó nokkra yfirburði, fékk 44.919 atkvæði gegn 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir hins vegar tekið atkvæðin með sér í einvígið þá hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Því hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari í fyrra hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu líkt og verður í ár. Ætla má að þetta séu einu úrslitin sem nýja fyrirkomulagið hefði breytt.María Ólafsdóttir og Friðrik Dór Jónsson mættust í einvíginu 2015.Vísir/AndriMaría Ólafs rústaði einvíginuÁrið 2015 hafði María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, mikla yfirburði í einvíginu gegn Friðriki Dór, með lagið Once Again. María fékk 21.437 í fyrri símakosningunni en 49.337 atkvæði í einvíginu, samtals 70.744 atkvæði. Friðrik Dór fékk 21.834 í fyrri umferðinni en 34.016 í einvíginu, alls 55.850. Í keppninni árið 2015 gaf dómnefndin lögunum stig frá 4 og upp í 12. Erfitt er því að meta hvernig sú einkunnagjöf hefði haft áhrif á niðurstöðuna í einvíginu hefði hún fylgt lögunum milli umferða. Friðrik fékk þar 12 stig en María 7 stig.Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2016.Vísir/GettyGreta með mikla yfirburðiÁrið 2016 hafði Greta Salóme, með lagið Hear Them Calling, mikla yfirburði gegn Öldu Dís, með lagið Now. Samanlögð stig úr símakosningu og dómnefnd voru á þá leið að Greta var með 20.869 fyrir einvígið en Alda var með 22.897 stig. Alda hafði því forystu fyrir einvígið en þar stóð Greta uppi sem afgerandi sigurvegari, fékk 39.807 atkvæði en Alda 25.111.Svala Björgvins og Daði Freyr mættust í einvíginu árið 2017.Vísir/AndriDaði átti aldrei sénsÁrið 2017 hafði Svala Björgvinsdóttir, með lagið Paper, einnig mikla yfirburði gegn Daða Frey Péturssyni, með lagið Is This Love?. Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með. Í einvíginu fékk Svala 81.900 atkvæði en Daði 48.100 atkvæði. Ekki er hægt að fara lengra aftur en 2015 því RÚV gaf ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd í keppninni. Árið 2012 markaði vatnaskil í úrslitum Söngvakeppninnar því niðurstaðan það árið varð til þess að ákveðið var að taka upp einvígið. Strákabandið Blár Ópal, með lagið Stattu upp, fékk flest atkvæði frá áhorfendum en Greta Salóme og Jónsi, með lagið Never forget, voru í öðru sæti í símakosningunni en efsta sæti hjá dómnefnd. Blár Ópal var í fjórða sæti hjá sömu dómnefnd og tryggði samanlögð niðurstaða áhorfenda og dómnefndar því Gretu og Jónsa sigurinn. Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppninni Atkvæðamagnið það árið var ekki gefið upp en Blár Ópal óskaði eftir að fjöldi atkvæða frá áhorfendum og niðurstaða dómnefndar yrði birt. Árið 2015 var síðan í fyrsta skiptið sem RÚV ákvað að birta fjölda atkvæða og niðurstöðu dómnefndar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Júlí Heiðar nefndi þetta í september RÚV kynnti breytingar á fyrirkomulagi Söngvakeppninnar í september síðastliðnum en þar var ekki að finna fyrirætlanir um breytingar á einvíginu.Eurovision-vefurinn ESCEXTRA ræddi af því tilefni við þrjá Íslendinga um þessar breytingar, þar á meðal Júlí Heiðar Halldórsson sem samdi lagið Í stormi sem Dagur flutti. Þar lýsti Júlí Heiðar þeirri skoðun að atkvæðin í einvíginu ættu að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Í samtali við Vísi segir hann þetta hafa verið rætt skömmu eftir úrslit Söngvakeppninnar í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi. Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefði staðið uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu og boðað hefur verið í ár. Breytingin felur í sér að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út. Í einvíginu í fyrra mættust Dagur, með lagið Í stormi, og Ari Ólafsson, sem flutti lagið Our Choice. Dagur hafði afgerandi forystu eftir fyrri umferðina en Ari hafði betur í einvíginu með nokkrum yfirburðum. Hefði Dagur hins vegar fengið stigin úr fyrri umferðinni með sér í einvígið hefði hann haft betur og verið fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal.Stigin eftir fyrri umferðina voru svona:Dagur Sigurðsson, Í stormiDómarar: 20.183Áhorfendur: 24.547Samtals: 44.730Ari Ólafsson, Our Choice Dómarar: 17.453Áhorfendur: 18.408Samtals: 35.861 Í einvíginu hafði Ari þó nokkra yfirburði, fékk 44.919 atkvæði gegn 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir hins vegar tekið atkvæðin með sér í einvígið þá hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Því hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari í fyrra hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu líkt og verður í ár. Ætla má að þetta séu einu úrslitin sem nýja fyrirkomulagið hefði breytt.María Ólafsdóttir og Friðrik Dór Jónsson mættust í einvíginu 2015.Vísir/AndriMaría Ólafs rústaði einvíginuÁrið 2015 hafði María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, mikla yfirburði í einvíginu gegn Friðriki Dór, með lagið Once Again. María fékk 21.437 í fyrri símakosningunni en 49.337 atkvæði í einvíginu, samtals 70.744 atkvæði. Friðrik Dór fékk 21.834 í fyrri umferðinni en 34.016 í einvíginu, alls 55.850. Í keppninni árið 2015 gaf dómnefndin lögunum stig frá 4 og upp í 12. Erfitt er því að meta hvernig sú einkunnagjöf hefði haft áhrif á niðurstöðuna í einvíginu hefði hún fylgt lögunum milli umferða. Friðrik fékk þar 12 stig en María 7 stig.Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2016.Vísir/GettyGreta með mikla yfirburðiÁrið 2016 hafði Greta Salóme, með lagið Hear Them Calling, mikla yfirburði gegn Öldu Dís, með lagið Now. Samanlögð stig úr símakosningu og dómnefnd voru á þá leið að Greta var með 20.869 fyrir einvígið en Alda var með 22.897 stig. Alda hafði því forystu fyrir einvígið en þar stóð Greta uppi sem afgerandi sigurvegari, fékk 39.807 atkvæði en Alda 25.111.Svala Björgvins og Daði Freyr mættust í einvíginu árið 2017.Vísir/AndriDaði átti aldrei sénsÁrið 2017 hafði Svala Björgvinsdóttir, með lagið Paper, einnig mikla yfirburði gegn Daða Frey Péturssyni, með lagið Is This Love?. Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með. Í einvíginu fékk Svala 81.900 atkvæði en Daði 48.100 atkvæði. Ekki er hægt að fara lengra aftur en 2015 því RÚV gaf ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd í keppninni. Árið 2012 markaði vatnaskil í úrslitum Söngvakeppninnar því niðurstaðan það árið varð til þess að ákveðið var að taka upp einvígið. Strákabandið Blár Ópal, með lagið Stattu upp, fékk flest atkvæði frá áhorfendum en Greta Salóme og Jónsi, með lagið Never forget, voru í öðru sæti í símakosningunni en efsta sæti hjá dómnefnd. Blár Ópal var í fjórða sæti hjá sömu dómnefnd og tryggði samanlögð niðurstaða áhorfenda og dómnefndar því Gretu og Jónsa sigurinn. Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppninni Atkvæðamagnið það árið var ekki gefið upp en Blár Ópal óskaði eftir að fjöldi atkvæða frá áhorfendum og niðurstaða dómnefndar yrði birt. Árið 2015 var síðan í fyrsta skiptið sem RÚV ákvað að birta fjölda atkvæða og niðurstöðu dómnefndar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Júlí Heiðar nefndi þetta í september RÚV kynnti breytingar á fyrirkomulagi Söngvakeppninnar í september síðastliðnum en þar var ekki að finna fyrirætlanir um breytingar á einvíginu.Eurovision-vefurinn ESCEXTRA ræddi af því tilefni við þrjá Íslendinga um þessar breytingar, þar á meðal Júlí Heiðar Halldórsson sem samdi lagið Í stormi sem Dagur flutti. Þar lýsti Júlí Heiðar þeirri skoðun að atkvæðin í einvíginu ættu að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Í samtali við Vísi segir hann þetta hafa verið rætt skömmu eftir úrslit Söngvakeppninnar í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi.
Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira