Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:15 Ólafur Örn Ólafsson segir málið tækifæri til að spýta í lófana. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn. Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. „Mér finnst þetta alveg glatað, ömurlegt. Ég átti nú frekar von á að við myndum bæta í, fá eina, jafnvel tvær í viðbót.“ Greint var frá því í Árósum fyrr í kvöld að Dill hafi væri ekki í hópi þeirra veitingastaða á Norðurlöndum sem hafi hlotið Michelin-stjörnu fyrir árið 2019. Dill varð árið 2017 fyrstur íslenskra veitingastaða til að hljóta slíka viðurkenningu, en Ólafur er fyrrverandi eigandi DIll og var í hópi þeirra sem stofnuðu veitingastaðinn.En hvernig missir maður svona stjörnur? „Þetta er þannig að þú ert verðlaunaður fyrir ákveðið „consistency“ [stöðugleiki]. Staðurinn er tekinn út og hann er tekinn út oft. Ef þér tekst ekki að halda þessum ákveðna „standard“ [gæðastig] þá taka þeir stjörnuna af þér. Þetta er ansi brútal. Og það er erfitt að ná henni aftur, held ég. Það eina sem hægt er að gera er að telja aftur í og gera betur, skilurðu,“ segir Ólafur Örn. Tækifæri til að spýta í lófana Ólafur segir að eins glatað og þetta sé þá sé þetta kannski tækifæri til að spýta í lófana. „Við verðum að fá Michelin-stjörnu aftur til Íslands og nú hafa allir jöfn tækifæri. Það eru nokkrir staðir á landinu sem hafa alveg „potential“ [möguleika]. Standardinn hérna hefur ekkert minnkað en af einhverjum ástæðum hefur Michelin Guide-inn ekki fílað Dill áfram. Ég veit ekki hvað það er. Það er tiltölulega nýlega búið að skipta um mann í brúnni þar og það getur vel verið að það séu einhverjar breyttar áherslur. Ég bara veit það ekki,“ segir Ólafur Örn. Hann segir þó ljóst að Michelin-dómarar séu ekkert hættir að koma til Íslands. „Þannig fékk veitingastaðurinn Skál! Bib Gourmand viðurkenningu í kvöld. Það eru góðu fréttirnar í þessu. Það var bæði verðskuldað og frábærar fréttir. Það sem er spennandi við Michelin-Guideinn er að maður veit ekkert, þeir gefa ekkert upp. Þeir gefa kannski ekkert endilega út um ástæður þess að þú fékkst Michelin-stjörnur eða af hverju þú misstir hana. Það getur bæði verið gott og slæmt. Þú þarft þá alltaf að vera á tánum og getur alltaf átt von á dómara í heimsókn. En svo veistu ekki hvað þú gerðir rangt ef þú missir stjörnu,“ segir Ólafur Örn.
Matur Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Færeyskur veitingastaður fær sína aðra Michelin-stjörnu Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks hlaut í kvöld sína aðra Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 18:54
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30