Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent