Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2019 17:19 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00
Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30