Handbolti

Kiel tapaði á heimavelli fyrir Magdeburg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason vísir/getty
Magdeburg gerði góða ferð í Sparkassen Arena í dag þegar þeir heimsóttu lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Kiel í stórleik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kiel verið á miklu flugi og eygði þess von að styrkja stöðu sína í 2.sæti deildarinnar en Magdeburg er í 4.sæti deildarinnar.

Töluvert jafnræði var með liðunum þó gestirnir hafi haft undirtökin í leiknum en staðan í leikhléi 13-14 fyrir Magdeburg. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Christian O'Sullivan steig upp þegar mest á reyndi og kom Magdeburg tveimur mörkum yfir þegar ein mínúta lifði leiks.

Magdeburg skoraði svo einnig síðasta mark leiksins og vann því þriggja marka sigur, 25-28.

Albin Lagergren var markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk eins og Domagoj Duvnjak fyrir Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×